TÍMARNIR OKKAR

  • Hreysti (WOD)

    (mán/föst). Í þessum tímum er byrjað á stuttum sameiginlegum styrk fyrir alla. Eftir það hefur fólk val um tvær æfingar dagsins. Önnur æfingin er oftast framkvæmd með stöng og öðrum búnaði en hin æfingin er sköluð útgáfa af þeirri fyrri þar sem handlóð eða ketilbjöllur eru notaðar í staðinn fyrir stöng. 

  • Hreysti (WOD)/Styrkur

    (þri/fim). Þessir tímar byrja á lengri styrk en er í hefðbundnum Hreysti tímum en eftir hann hefur fólk val um að taka góða keyrslu þar sem notast er við stangir og annað búnað eða velja hægari styrktaræfingu. 

  • Úthald (Hyrox)

    (mið). Skemmtilegir tímar með bæði einstaklings- og paraæfingum. Hér er verið að vinna með alls konar þol- og léttari styrktaræfingar og er góð keyrsla í þessum tímum.

  • Úthald/Styrkur

     (mán/föst). Í byrjun tímans er sameiginlegur styrkur fyrir alla. Eftir hann hefur fólk val um það að taka úthalds æfingu sem framkvæmd er með lóðum og öðrum búnaði eða velja hægari styrktaræfingu. 

  • Brennsla

    (mán/þri/mið/föst/lau/sun). Brennslutímarnir eru kenndir í heitum sal. Fjölbreyttir tímar þar sem oftast er unnið á tíma svo hver og einn getur ákveðið sinn hraða og álag í tímanum. Æfingarnar eru framkvæmdar með búnaði eins og handlóðum og ketilbjöllum en einnig æfingar með líkamsþyngd. Mikilvægt er að taka með sér vatnsbrúsa og handklæði.

  • Buttlift

     (fim). Tímar í heitum sal. Í Buttlifttímunum er lögð áhersla á að styrkja neðri hluta líkamans. Fjölbreyttar æfingar, bæði standandi og í gólfinu. Engin hopp og læti í þessum tímum. 

  • Heitur Styrkur

    (mið). Engin hopp og hraði í þessum tímum. Góðar styrktaræfingar sem henta öllum. Tími í heitum sal. 

  • Barre

    (mán/mið). Tímarnir eru blanda af æfingum á gólfi og á dýnu. Barre hentar öllum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin. Æfingarnar samanstanda af léttum hreyfingum með teygjum, bolta og léttum lóðum með því markmiði að móta alla vöðva líkamans.

  • Kviður/Teygjur

    (fim/sun). Rólegur og góður tími fyrir alla. Tíminn byrjar á æfingum sem styrkja kviðinn og eru svo góðar teygjur í lokinn. Tími í heitum sal. 

  • Paraæfing

    (lau). Á þessum æfingum njótum við þess að taka langa og skemmtilega æfingu með fèlögunum. 

  • Úthald Extra

    (sun). Löng og krefjandi æfing þar sem þjálfarinn er með í tímanum. Mælst er með því að þeir sem koma í tímana hafi reynslu af æfingum.

  • FORELDRAR

    ( mán/þri/mið/fim). Tímarnir eru fyrir nýbakaðar mæður og feður sem vilja koma sér af stað á öruggan hátt eftir fæðingu barns í skemmtilegum félagsskap. Tímarnir eru byggðir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem styrkja allan líkamann en með extra fókus á grindarbotn og kviðvöðva.

  • MEISTARAR

    (mán/mið/fös). Tímarnir eru hugsaðir sem skemmtilegir styrktartímar fyrir eldri borgara en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.